Category Archives: Dægurmál

Tækifærið: Eftir Útey

Ég veit ekki mikið um Jens Stoltenberg. Hann er norskur stjórnmálamaður, og sem slíkur er hann líklega ekkert verri eða betri en önnur eintök úr þeirri stétt. En mig langar til að leggja út af nokkrum orðum sem Stoltenberg lét falla í minningarguðþjónustu og hafa flotið um netheima í kjölfar hryðjuverkanna í Osló og Útey. […]

Nýr botn í neytendablekkingum

Hverskonar svívirðilegan blekkingarleik er Húsasmiðjan komin í? „Við borgum þér til baka“ segja þeir og kalla ævintýrið „Alvöru febrúaruppbót“. Skoðum málið aðeins betur. Ef þú verslar hjá Húsasmiðjunni í febrúar færðu 10% upphæðarinnar sem inneignarnótu sem þú getur notað þangað til í lok mars. Voða fínt. Drífum okkur í Húsasmiðjuna. En hvernig snýr þetta gagnvart […]

Hetja eða hálfviti?

Sennilega er erfitt að greina á milli hvort þetta sé hetju- eða hálfvitaskapur í prinsinum. Kannski er hann bara að gambla með framtíð sína í kvennamálum: ef hann kemst lifandi frá Írak eykst sex-kúlið hans hjá konunum. Er Harry ekki ljótari prinsinn annars? Ég veit hinsvegar fyllilega og án umhugsunar hvað ég myndi gera væri ég […]

Vínvandræði

Stundum lætur maður plata sig út í eitthvað óforvarandis, og stundum veldur það manni vandræðum, jafnvel blautum og flóknum vandræðum sem maður kærir sig ekkert um að blogga um, en stundum sleppur allt rétt fyrir horn og eini skaðinn reynist vera fjólublá tunga og vægur seyðingur í höfði. Þannig var að félagi minn nefndi orðið […]